Auglýsing

Líf stelpunnar sem Justin Bieber leitaði að hefur umturnast, starfar sem fyrirsæta í dag

Líf stelpunnar sem Justin Bieber auglýsti eftir á Instagram-síðunni sinni í desember á síðasta ári hefur heldur betur breyst eftir að poppstjarnan varpaði kastljósinu á hana.

Cindy Kimberly varð skyndilega heimsþekkt þegar Bieber birti þessa mynd af henni og spurði í örvæntingu: „Guð minn góður! hver er þetta?“

View this post on Instagram

Omg who is this!!

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Í dag er Cindy með næstum því milljón fylgjendur á Instagram og byrjuð að starfa sem fyrirsæta. Hún vann áður sjálfstætt við að passa börn en er í dag andlit vor/sumarlínu breska fatamerkisins Very.

„Líf mitt hefur breyst á afar jákvæðan hátt eftir að Justin birtist í lífi mínu,“ er haft eftir henni á vef Cosmopolitan

„Í fyrstu var þetta yfirþyrmandi og ég vissi ekki hvernig ég átti að takast á við þetta. En ég er að venjast þessu.“

Hér má sjá mynd af Cindy að sitja fyrir hjá Very.

https://www.instagram.com/p/BC8Y52dhyk3/?taken-by=wolfiecindy

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing