Auglýsing

Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi

Hinn 31 árs gamli Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að norsk yfirvöld sviptu hann norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Töluvert hefur verið fjallað um málið í norksum fjölmiðlum en Mahamud kom til Noregs árið 2000 og starfaði sem lífeindafræðingur á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Vísir.is greinir frá þessu í morgun.

Norks yfirvöld ákváðu að svipta Mahamud ríkisborgararétti þar sem hann var sagður hafa gefið upp rangt upprunaland þegar hann kom til landsins fyrir sautján árum. Nafnlaus ábending sem barst yfirvöldum sagði hann vera frá Djíbútí en ekki Sómalíu eins og hann hafði sjálfur sagt.

Hann fór með málið fyrir dómstóla en tapaði og sat því eftir án réttinda í Noregi. Hann ákvað því að yfirgefa landið og var stöðvaður hér á landi á leið sinni til Kanada. Hér hefur hann sótt um hæli og dvelur á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði.

Hann hefur áfrýjað dómi norskra stjórnvalda og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi þar í landi seint á næsta ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing