Algeríska transkonan Imane Khelif barðist gegn ítölsku lögreglukonunni Angelu Carini í dag í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París en bardaginn tók aðeins 46 sekúndur. Það tók transkonuna ekki nema tvö högg til þess að slá Angelu niður sem kastaði af sér hjálminum og hrópaði: „Þetta er ekki sanngjarnt.“
Hin ítalska Angela Carini brast í grát eftir að hafa fengið tvö högg frá transkonunni Khelif.
Angela er ekki sú eina sem er á þeirri skoðun því líkt og Nútíminn greindi frá í gær þá var Khelif meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti áhugamanna í fyrra. Það var Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) sem tók þá ákvörðun eftir að Khelif féll á „kynjaprófi“ en niðurstöður þess sýndu fram á XY-litninga en ekki XX-litninga sem þarf til þess að geta yfir höfuð skilgreint sig sem konu. Það kom hinsvegar ekki í hlut IBA að leyfa eða meina Khelif þátttöku á Ólympíuleikunum því nefnd á vegum leikanna tók fyrir hendur sambandsins og úrskurðaði að Khelif og önnur transkona, Yu-Ting, skyldu fá að taka þátt.
Gríðarlega þung högg
Það mun hins vegar án efa draga dilk á eftir sér því fjölmargir íþróttamenn hafa lýst yfir reiði sinni og furðu á ákvörðun nefndarinnar að leyfa fyrrgreindum íþróttamönnum að taka þátt – þá sérstaklega í ljósi þess að báðar transkonurnar féllu á umræddu kynjaprófi í fyrra. Þá hefur einnig verið bent á það að það sé beinlínis hættulegt fyrir konur að keppa á móti „líffræðilegum karlmönnum“ í hnefaleikum vegna líkamlegra yfirburða.
Hin 25 ára ítalska hnefaleikakona sem tapaði fyrir Khelif fyrr í dag fann einmitt fyrir þessum líkamlegu yfirburðum en eftir bardagann féll hún á hnén, grét og sagðist aldrei hafa fundið fyrir jafn þungum höggum á ævinni. Öryggishjálmur hennar fór næstum því af henni við högg númer tvö frá Khelif. Það tók Khelif aðeins 46 sekúndur að klára bardagann – aðeins tvö högg.
Claressa Shields, ein besta hnefaleikakona sögunnar, sagði það hneyksli að karlmenn fái að keppa gegn konum á leikunum og segir sjálf, líkt og Nútíminn greindi frá í gær, að hún hefði aldrei látið bjóða sér slíkt.
Female Italian boxer Angela Carini (blue) had to withdraw from the box match against Algeria‘s biological male Imane Khelif (red) at Olympic Games Paris 2024.
Calini abandoned the fight after just 45 seconds.
Khelif has XY (male) chromosomes. pic.twitter.com/CQPCeSXGU9
— Clash Report (@clashreport) August 1, 2024
„Aumingjaleg“ ákvörðun
En hún er ekki sú eina sem hefur látið í sér heyra því fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, Barry McGuigan – sem nú er forseti Félags Atvinnumanna í hnefaleikum, lét hafa það eftir sér að að væri bæði „áfall“ og „aumingjaleg“ ákvörðun að leyfa „karlmanni“ að berjast við konur.
Það er því ljóst að transkonurnar tvær og þátttaka þeirra í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna á eftir að draga dilk á eftir sér – vægt til orða tekið.
Besta hnefaleikakona sögunnar brjáluð vegna þátttöku tveggja transkvenna í hnefaleikum á ÓL
Uppfært:
Komið hefur fram að Khelif er líklega ekki transkona. Sennilega er um intersex einstakling að ræða með DSD (ódæmigerð kyneinkenni) líklegast 46XY. Það heilkenni leggst aðeins á karla og kallast 5alpha Reductase Deficiency.