Auglýsing

Límmiðinn sem átti að vera tveggja metra breiður reyndist vera tveir sentimetrar

Þungarokkhljómsveitin Dimma er á leiðinni norður í land og kemur fram á tónleikum á Siglufirði og Akureyri næstu daga. Skiljanlega þá vildi Dimma merkja hljómsveitarrútuna með merki hljómsveitarinnar en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

Samkvæmt skilaboðum á Facebook-síðu hljómsveitarinnar þá átti límmiðinn að vera 1×2 metrar en í staðinn fengu þeir aðeins minni límmiða, eins og myndin sýnir. „Smá Spinal Tap móment,“ segir þeir léttir.

En fall er fararheill. Dimma kemur fram á Kaffi Rauðku á Siglufirði í kvöld og svo þrisvar á Græna hattinum á Akureyri um helgina.

Færslu Dimmu um málið má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing