Listamaðurinn Miguel Vasquez leikur sér að því færa allskonar teiknimyndapersónur yfir í þrívíddarform þannig að þær verði sem raunverulegastar og deilir síðan niðurstöðunum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Meðal þeirra sem hann hefur áður gert eru Svampur Sveinsson og Pétur vin hans, Maggi Víglunds í Skrímsli hf og Ed, Edd d Eddy.
Nýjasta verkefni Miguel var að gera þrívíddarmódel af fjölskylduföðurnum mislukkaða Homer Simpson sem sýnir hvernig hann myndi mögulega líta út ef hann væri mennskur.
Niðurstöðurnar eru magnaðar eins og sést hér að neðan og ekki hægt að gleyma þeim í bráð
My 3D re-imagining of what Homer Simpson would look like in real life. pic.twitter.com/NVkyO65ItC
— Miguel Vasquez (@Itsmiketheboxer) August 17, 2018
Miguel vakti einnig athygli fyrir þrívíddarmódel af Svampi Sveinssyni og Pétri vin hans, sem eru ekkert minna hræðilegt en Homer
Túlkun hans á Magga Víglunds úr Skrímsli hf. á aðeins heima í martröðum
My version of Mike Wazowski pic.twitter.com/0kJaeUzuvU
— Miguel Vasquez (@Itsmiketheboxer) April 1, 2018
Hægt er að fylgjast með Miguel á Facebook, Twitter og Instagram.