Samkvæmt nýlegum dómsúrskurði í Flórída mega kristnir trúarhópar dreifa biblíum og öðru kristnu efni í skólum í fylkinu. Þessu hefur hópurinn Musteri Satans mótmælt með útgáfu litabókar sem kennir gildi Satanisma.
Bókin heitir The Satanic Children’s Book of Activities og inniheldur skemmtilegar myndir sem hafa einnig kennslugildi. Bókin er gefin út til að undirstrika stefnu Musteris Satans, sem er að ríki og kirkja skulu vera aðskilin og fólk eigi að hafa frelsi til að velja og hafna trú.
Í yfirlýsingu frá Musteri Satans kemur fram að hópurinn vilja hvetja fólk til að sýna hvert öðru velvild og samúð.
Myndir úr litabókinni má finna hér fyrir neðan:
Leiðrétt: Samkvæmt fréttinni fyrr í dag var öllum trúarhópum frjálst að dreifa trúarefni í skólum í Flórída. Það er ekki rétt. Dómsúrskurðurinn átti bara við um kristið efni.