Auglýsing

Little Dragon og Orbital koma fram á Sónar – 24 nýir listamenn kynntir

Tónlistarhátíðin Sónar fer fram í sjöunda sinn dagana 25. – 27. apríl 2019 í Hörpu. Í dag voru tilkynntir tuttugu og fjórir nýir tónlistarmenn sem fram munu koma á hátíðinni. Sjáðu listann hér að neðan.

Meðal þeirra sem kynntir voru í dag eru Little Dragon og hin goðsagnakennda rave hljómsveit Orbital. Áður höfðu Richie Hawtin og Jon Hopkins verið tilkynntir til leiks en hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru.

Auk þess mun Sónar Reykjavík bjóða upp á rjómann af því sem er að gera gerast í heimi íslenskrar dans- og raftónlistar. Meðal þeirra íslensku listamanna sem nú eru kynntir til leiks má nefna: FM Belfast, Prins Póló, Auður, DJ Flugvél og Geimskip, Hildur og nýstirnið Matthildur.

Listamenn sem nú eru kynntir til leiks:

Little Dragon (SE)

Orbital (UK)

Kero Kero Bonito (UK)

Avalon Emerson (US)

FM Belfast

Bruce b2b Árni (UK/IS)

Prins Póló

Caterina Barbieri Live AV (IT)

Auður

Benjamin Damage LIVE (UK)

dj. flugvél og geimskip

JOYFULTALK (CA)

Hildur

upsammy (NE)

Matthildur

Hekla

Alinka (US)

Halldór Eldjárn

Lucius Works Here + Oxxlab (ES)

Áskell

Milena Glowacka (PL)

LaFontaine

Nánari upplýsingar um hátíðina ásamt miðasölu má nálgast hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing