Empire State-byggingin í New York, Brandenborgarhliðið í Berlín og Eiffelturninn í París eru meðal bygginga sem slökktu ljósin í tilefni af jarðarstundinni í gærkvöldi. Tilgangur myrkursins var að vekja athygli á loftslagsbreytingum. AP fréttastofan greinir frá þessu.
Gjörningurinn sem kallast jarðarstundinn var fyrst haldinn í Sydney í Ástralínu árið 2007. Í dag taka um 180 lönd um allan heim þátt. Fáar borgir eru þó virkari en París, höfuðborg Frakklands, sem slökkti ljósin á yfir 300 byggingum í borginni þetta árið. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, segir átakið vera skilaboð til heimsins.