Ljósmyndarinn John Kucko var sakaður um að hafa spreyjað froðu á hús í New York ríki í Bandaríkjunum til að láta það líta út fyrir að það væri algjörlega hulið ís og þannig falsað myndir sem hann birti á samfélagsmiðlum.
Hann segir myndina svo sannarlega ekki falsaða, heldur hafi húsið litið svona út eftir kaldan vind síðustu daga. Húsið stendur alveg við vatn og hefur vatnið fokið á húsið og frosið þar fast.
Vetur konungur hefur látið finna fyrir sér í ríkinu síðustu daga með þeim afleiðingum að mörg þúsund manns voru án rafmagns í lengri eða skemmri tíma.
Location, location, location! Effects of heavy wind this week along Lake Ontario in WNY. @spann @JimCantore @StormHour @WizardWeather pic.twitter.com/H23FuQGDcR
— John Kucko (@john_kucko) March 12, 2017
Hann birti líka myndskeið í von um að fólk myndi trúa honum
„Ice House“ is real, folks. 5 days of wind whipped Lake Ontario in WNY will do that @spann @JimCantore @StormHour @WizardWeather pic.twitter.com/1kIv0YvKp5
— John Kucko (@john_kucko) March 12, 2017