Auglýsing

Lof mér að falla vinsæl í Asíu

Kvikmyndin Lof mér að falla í leikstjórn Baldvin Z hefur vakið mikla athygli síðan hún var frumsýnd hér á landi í byrjun september. Myndin er nú til sýnis á Busan, stærstu kvikmyndahátíð í Asíu en þar hefur hún slegið í gegn.

Myndband: Elín Sif frumflytur nýtt lag í hljóðveri Sýrlands—„Upp að mér“

Á tveimur sýningum á Busan hátíðinni hefur selst upp og viðtökurnar verið frábærar að sögn aðstandenda myndarinnar. Myndin er sýnd í World Cinema flokki hátíðarinnar en þar má einnig finna myndir á borð við Roma eftir Alfonso Cuaron sem vann Gullna Ljónið, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, fyrr á árinu.

Myndin mun svo ferðast áfram um heimsbyggðina á næstu vikum og mánuðum. Viðræður eru langt komnar við fyrirtæki í löndum á borð við Frakkland, Þýskaland, England, Danmörku og Bandaríkin þar sem Netflix er að skoða myndina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing