Auglýsing

Löggan í Reykjavík vekur athygli úti í heimi

Vefsíðan Boredpanda birtir færslu um lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í dag sem inniheldur myndir lögreglunnar á Instagram. Tekið er fram að Instagram sé mögulega ekki besta leiðin til að skoða störf lögreglunnar en bendir einnig á að lögreglan hafi í fyrsta skipti skotið mann til bana í fyrra:

Lögreglan á oft í erfiðu sambandi við fólkið sem hún verndar en raunin er önnur í Reykjavík, höfuðborg Íslands. Allavega miðað við lögregluþjónana og hvernig þeir skemmta sér á Instagram.

18 þúsund manns hafa deilt færslunni og fjölmargir hafa skilið eftir jákvæð ummæli um lögregluna.

„Besta starf allra tíma,“ segir notandinn Gina Sanchez og JakubRakoczy tekur undir það og bætir við: „Lögregla á hjólabretti? Guð minn almáttugur!

„Elska þetta! uppáhaldið mitt er Hello Kitty-límmiðinn á handjárnunum,“ segir notandinn Jo-AnnElo.

Lögregluna á Instagram má skoða hér:

Smelltu hér til að skoða færsluna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing