Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er að útskrifast sem stjórnmálafræðingur, nú 25 árum eftir að hann hóf nám. Logi kláraði ritgerðina þegar lögbann var sett á störf hans þegar hann hætti hjá 365 og færð sig til Árvakurs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Logi hóf nám árið 1993 og segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í námið til að uppfylla menntunarkröfur Ríkisútvarpsins, sem hafði hafnað umsókn hans.
Sjá einnig: Þúsund vatnglös á skrifstofu Loga Bergmanns
„Ég hef dundað mér við þetta í gegnum árin og held alveg örugglega að ég hafi lokið náminu sjálfu fyrir tíu árum, en átti bara ritgerðina eftir,“ segir hann í Fréttablaðinu.
Ég skráði mig fyrst í útskrift haustið 2008. Þá væntanlega ætlaði ég að byrja að skrifa en svo er maður alltaf að gera eitthvað annað, vinna eða eignast börn.
Logi segist í Fréttablaðinu skyndilega haft tíma til að klára ritgerðina þegar lögbann var sett á störf hans hjá Árvakri í október í fyrra. „Mér gafst stund í þetta,“ segir hann í Fréttablaðinu.