Erlendur ferðamaður er haldi lögreglunnar á Suðurlandi, grunaður um blygðunarsemisbrot. DV greindi frá málinu í gærkvöldi en þar kom fram að hópur nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi í hádeginu í gær orðið var við nakinn ferðamann í bíl fyrir utan Vallaskóla og íþróttahúsið Iðu á Selfossi.
Nemendurnir tóku upp myndskeið af manninum en á því sést maðurinn var að stunda sjálfsfróun. Myndbandinu var komið til lögreglu sem hóf leit að manninum, líkt og kom fram í frétt DV.
Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að maðurinn hafi verið á leið úr landi í nótt þegar hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn er vistaður í fangageymslu á Selfossi. Málið er til rannsóknar og biður lögregla þá sem telji sig búa yfir einhverjum upplýsingum sem gagnast gætu lögreglu við rannsóknina að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.