Auglýsing

Lögregla hafði tvisvar afskipti af pari sem prédikaði hástöfum, eltu unglinga frá MH niður á Klambratún

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni og konu fyrir utan húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð í gær.

Var lögregla aftur kölluð til nokkru síðar en parið hafði elt nemendur skólans niður á Klambratún og haldið áfram að veitast að unglingum þar.

Sjáðu myndband neðst í fréttinni en þar sést maðurinn prédika og elta unglingana. 

Í gær höfðu nemendur MH og Kvennaskólans mælt sér mót á túninu til að fara í leiki. Söfnuðust nemendur MH saman fyrir utan skólann áður en haldið var af stað og áttu þau Simon og Angela Cummings leið hjá. DV fjallaði um málið í gærkvöldi.

Sjá einnig: Suðurríkjaprestur lætur Ísland heyra það í klikkaðasta myndbandinu á internetinu

Parinu er mikið í mun um að koma fólki til trúar og fannst því hópurinn fyrir framan MH vera of stór til að reyna ekki að ná til þeirra. Simon hóf að prédikara yfir hópnum við MH og gafst ekki upp fyrr en lögregla kom á staðinn og hafði afskipti af parinu.

Simon og Angela gáfust ekki upp heldur eltu nemendurna frá MH og niður á Klambratún. Simon hélt áfram að prédika yfir hópnum.

Angela tók allt upp á myndband en lét af og til í sér heyra. Þegar ungur maður kallaði á hana og sagði henni að þegja kallaði hún hann klámviðundur. „Af hverju eruð þið trúleysingar,“ spurði hún. „Guð skapaði ykkur.“

Angele sagði einnig að allir, 100% þeirra sem eru á Íslandi, væru trúleysingar samkvæmt fréttum. „Þetta er ekki allt í lagi Ísland, Guð trúir ekki á trúleysinga,“ sagði hún.

Á einum tímapunkti gripu nemendur til víkingaklappsins, mögulega í von um að yfirgnæfa manninn, en allt kom fyrir ekki.

Þegar á Klambratún var komið hélt Simon ótrauður áfram en virtust nemendurnir, sem ætluðu að spila körfubolta og fara í aðra leiki, ekki hafa mikla þolinmæði fyrir honum. Að lokum var lögregla kölluð til og parið fjarlægt.

Sjáðu Simon útskýra viðburði gærdagsins og hann elta og prédika yfir nemendum MH og Kvennó.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing