Auglýsing

Lögregla varar við svikapóstum: Hóta að birta myndbönd af fólki að skoða klámsíður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi færslu á Facebook síðu sinni í morgun þar sem varað er við svikapósti sem Íslendingum hefur verið að berast á netinu.

Lögreglunni hefur borist fjöldi tilkynninga um svikapósta sem hafa verið sendir til fólks undanfarið en þar er sagt að móttakandi póstsins hafi verið á klámsíðum og sendandinn hafi sýkt tölvu hans af vírusum.

Vefmyndavélin hafi verið gerð virk og myndband tekið af viðkomandi á meðan að hann skoðaði klámsíður. Greiða þurfi upphæð til þess að forðast það að myndbandið verði sent áfram. Þá hefur líka verið að bera á því að lykilorð móttakanda sé vitað og það jafnvel gefið upp.

Í tilkynningu lögreglu er bent á að ekki sé mælt með því að þessi upphæð sé greidd. Þetta séu svikapóstar sem sendir eru á tölvupóstföng sem ganga kaupum og sölum á vefnum og þegar lykilorð móttakandans er einnig gefið upp þá gefur það til kynna að þau lykilorð hafi komið upp í einhverjum lekum.

Tölvupósturinn virðist vera fjölpóstur og ekkert gefi til kynna að þeir sem sendi póstinn hafi í raun einhver myndbönd í höndunum.

„Þeir hafa í sumum tilvikum komist yfir einhverja skrá með lykilorðum og nota það til að ljá hótun sinni meira vægi, en það virðist vera allt sem þeir hafa. Þetta form er kallað vefveiðar og er vel þekkt, fjölpóstur er sendur á marga og reynt að skapa hræðslu og stress til að fá brotaþola til að senda peninga,” segir í tilkynningu lögreglunnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing