Auglýsing

Lögreglan á Suðurnesjum í stríði við myglu: Kalla eftir tafarlausum aðgerðum

Lögreglufélag Suðurnesja kallar eftir tafarlausum aðgerðum í húsnæðismálum embættisins en þann 16. október 2023 var lögreglustöð útkallsliðsins að Hringbraut lokað vegna rakaskemmda og myglu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta en miðillinn hefur fjallað ítarlega um myglumál lögreglunnar.

Í frétt Víkurfrétta kemur fram að viðgerð á hluta húsnæðisins stendur enn yfir en af þeim sökum þarf útkallsliðið að deila húsnæði með rannsóknardeild, lögfræðisviði og yfirstjórn: „…sem væri undir eðlilegum kringumstæðum besta staðan ef það húsnæði væri ekki skrifstofurými sem er ætlað rúmlega 40 starfsmönnum en hýsir nú tæplega 70 manns á dagvinnutíma.“

Þröngt á þingi

Það má því segja að það sé þröngt á lögregluþinginu suður með sjó en í tilkynningu lögreglufélagsins kemur fram að starfsmenn embættisins þurfi að finna það hjá stjórnvöldum að starfið sem þeir sinna af mikilli elju og hugsjón sé metið að verðleikum.

Lögreglufélag Suðurnesja skorar á Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir að bregðast við hið fyrsta.

Víkurfréttir fjölluðu um málið fyrir nokkrum mánuðum nokkuð ítarlega en hægt er að lesa þá umfjöllun með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing