Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki gefist upp á að leysa „kynlífsdúkkuránið“ svokallaða en eins og margir muna þá brutust tveir óprúttnir aðilar inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg í lok síðasta mánaðar. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.
Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi að leitin af þjófunum standi enn yfir. „Við ætlum bara að grípa þá,“ segir Guðmundur Páll í samtali við Vísi.is.
Aðferðir þjófanna vöktu mikla athygli þjóðarinnar en þeir bökkuðu Hyundai bifreið inn í verslunina og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku og fleira. Hyundai bifreiðin fannst síðar sama dag þjófarnir eru enn ófundnir.
Talið er að tjónið við innbrotið nemi einni og hálfri milljón króna.