Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hætt rannsókn á fyrrverandi starfsmanni Lyfju sem var kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Þetta staðfestir embættið í tölvupósti til Nútímans. Sá starfsmaður var Vítalía Lazareva. Um var að ræða uppflettingar á þjóðþekktum einstaklingum en Vítalía var einnig til rannsóknar hjá lögreglu fyrir tilraun til fjárkúgunar gegn sömu mönnum.
En þó svo lögreglan hafi hætt rannsókn á umræddum uppflettingum og svo fjárkúgun Vítalíu þá virðist embætti Landlæknis hafa tekið ávirðingum Persónuverndar alvarlega því embættið staðfesti 12. desember á síðasta ári að tekið hefðu gildi nýjar verklagsreglur fyrir lyfjabúðir um aðgengi að lyfjaávísanagáttinni.
Þegar sú fjárkúgun gekk ekki upp steig Vítalía fram í viðtali sem vakti gríðarlega athygli þar sem hún ásakaði þessa sömu menn um að hafa brotið gegn sér. Rétt er að taka fram að þeir einstaklingar voru hreinsaðir af þeim ásökunum en Vítalía kærði mennina eftir að þeir höfðu kært hana fyrir fjárkúgun. Ríkissaksóknari ákvað að hætta rannsókn á fjárkúguninni, þar sem sambýlismaður Vítalíu, Arnar Grant, var einnig til rannsóknar.
Málið vakti engu að síður, líkt og fram hefur komið, gríðarlega athygli og varð til þess að Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á öllum verkferlum er snúa að uppflettingum í lyfjagáttinni sem stofnunin hefur sagt geyma allra heilögustu persónuupplýsingar sem hægt er að komast í.
Gerðu ekki viðeigandi ráðstafanir
Þrátt fyrir það virðist enginn hafa þurft að axla ábyrgð og enginn sektaður fyrir að hafa brotið persónuverndarlög – að minnsta kosti ekki ef marka má svar Persónuverndar til Nútímans sem barst á dögunum. Þar segir að Persónuvernd hafi lokið frumkvæðisathugun sinni með ákvörðun þann 27. júní 2023. Sú ákvörðun hefur ekki litið dagsins ljós fyrr en nú en í henni kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki gert viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja vðunandi öryggi persónuupplýsinga i lyfjaávísanagátt. Lagði stofnunin fyrir embættið að slíkt yrði gert í því skyni að varna gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum úr lyfjaávísanagátt.
En þó svo lögreglan hafi hætt rannsókn á umræddum uppflettingum og svo fjárkúgun Vítalíu þá virðist embætti landlæknis hafa tekið ávirðingum Persónuverndar alvarlega því embættið staðfesti 12. desember á síðasta ári að tekið hefðu gildi nýjar verklagsreglur fyrir lyfjabúðir um aðgengi að lyfjaávísanagáttinni.
„Reglurnar kveða meðal annars á um að allur aðgangur einstaklinga að lyfjaafgreiðslukerfum lyfjabúða, sem veita aðgang að lyfjaávísangátt, skuli vera persónubundinn og að hver notandi hafi eigin auðkenni. Afgreiðslukerfi lyfjabúða skuli tryggja að upplýsingum um það í hvaða lyfjabúð uppfletting var framkvæmd og tíma- og dagsetningu hennar sé miðlað í lyfjaávísanagátt um leið og uppflettingin er gerð.“
Hægt að sjá núna hver flettir upp hverjum
Miðað við svör Persónuverndar og nýjar verklagsreglur embætti Landlæknis var slíkt eftirlit ekki til staðar þegar Vítalía ákvað að fletta upp umræddum mönnum sem eru þekktir úr fjármálalífinu á Íslandi. Þá skal því haldið til haga að Morgunblaðið greindi frá því að í þeim hópi einstaklinga, sem flett var upp í lyfjagáttinni, hefðu einnig verið Alþingismenn.
En fékk engin sekt? Voru engin viðurlög fyrir Lyfju vegna umræddra uppflettinga á allra heilugustu persónuupplýsingum sem til eru um Íslendinga? Ef marka má það að lögreglan hafi hætt rannsókn á málinu og ef miðað er við svör Persónuverndar þykir ljóst að svo var ekki.
„Jafnframt skuli vera unnt að sjá hver hafi framkvæmt uppflettingu og ástæðu hennar. Þegar starfsmaður lyfjabúðar fletti upp kennitölu viðskiptavinar skuli lyfjabúð tryggja að kennitala viðkomandi starfsmanns sé vistuð og varðveitt samhliða upplýsingum um tímasetningu uppflettingarinnar. Þetta eigi við óháð því hvort lyf eru afgreidd í tengslum við uppflettingu eða ekki. Lyfsöluleyfishöfum sé skylt að viðhafa virkt innra eftirlit með notkun lyfjaávísanagáttar, meðal annars með reglubundinni yfirferð aðgangsheimilda starfsfólks. Loks segir í verklagsreglunum að embætti landlæknis loki á aðgang lyfjabúða sem ekki uppfylli kröfur reglnanna, að liðnum eðlilegum fresti til umbóta,“ segir í svari Persónuverndar til Nútímans.
Beðið eftir svörum frá Persónuvernd
Þá segir enn fremur að Persónuvernd hafi talið að reglurnar væru til þess fallnar að stuðla að því að persónubundinn rekjanleiki uppflettinga í lyfjaávísanagátt yrði tryggður og þannig varnað gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum í gáttinni, þar á meðal tilhæfulausum uppflettingum starfsmanna lyfjabúða líkt og Vítalía varð uppvís að. Taldi Persónuvernd með reglunum og öðrum aðgerðum sem embætti landlæknis greip til hefði verið farið að þeim fyrirmælum sem stofnunin veitti í fyrrgreindri ákvörðun sinni. Var málinu því lokað á þeim grundvelli.
En fékk engin sekt? Voru engin viðurlög fyrir Lyfju vegna umræddra uppflettinga á allra heilugustu persónuupplýsingum sem til eru um Íslendinga? Ef marka má það að lögreglan hafi hætt rannsókn á málinu og ef miðað er við svör Persónuverndar þykir ljóst að svo var ekki. Nútíminn hefur samt sem áður sent fyrirspurn til Persónuverndar þar sem spurt er einmitt að þessu. Fékk Lyfja, í þessu tilfelli, einhver viðurlög í kjölfar þess að umræddar uppflettingar áttu sér stað haustið 2021. Þá líka hvort einhver álíka mál hafi komið upp síðan nýjar verklagsreglur voru settar og eftirlit með uppflettingum hert líkt og fram kemur í tölvupósti þeirra til Nútímans.