Auglýsing

Lögreglan handtók nakinn einstakling á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um nakinn einstakling en lögreglumenn frá lögreglustöð 4, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, mættu á vettvang og var umræddur einstaklingur „augljóslega undir áhrifum“ að sögn lögreglunnar.

Einstaklingurinn hafði verið að „veitast að bifreiðum“ eins og fram kemur í dagbók lögreglunnar sem heldur utan um verkefni embættisins frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Lögreglan handtók þennan nakta einstakling og var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Tveir með „almenn leiðindi“

Þá voru tveir aðilar handteknir og vistaðir í fangaklefa þar sem þeir gengu berserksgang í miðborginni. Voru þeir handteknir vegna brota á lögreglusamþykkt en samkvæmt dagbók lögreglunnar voru þeir ölvaðir að valda óspektum: „Annar þeirra gekk niður miðbæinn, með flösku í hönd, barði í glugga, sparkaði í ruslatunnur og „var með almenn leiðindi“ eins og embættið orðaði það.

Þeir voru ekki þeir einu sem voru handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar því óskað var eftir lögreglu vegna annars aðila sem var í annarlegu ástandi og var hann einnig vistaður í fangaklefa.

En það átti eftir að bætast í hóp þeirra sem voru handteknir og vistaðir í fangaklefa. Tveir sem voru ofurölvi, báðir sofandi á gangstétt í miðborginni voru líka handteknir og færðir í fangaklefa til að tryggja þeirra öryggi. Voru þeir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fá að sofa úr sér í fangaklefa.

Hér er dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eins og hún er send fjölmiðlum.

Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna aðila í annarlegu ástandi. Vistaður í fangaklefa og kærur fyrir brot á lögreglusamþykkt RVK- borgar.
Tveir aðilar handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt þegar þeir voru ölvaðir að valda óspektum. Annar þeirra gekk niður miðbæinn, með flösku í hönd, barði í glugga, sparkaði í ruslatunnur og var með almenn leiðindi.
Tveir aðilar voru vistaðir í fangaklefa þar sem þeir voru ofurölvi, báðir sofandi á gangstétt í miðborginni. Til að tryggja þeirra öryggi voru þeir handteknir, fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fá að sofa úr sér í fangaklefa.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

Ekkert fréttnæmt

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

Sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Ökuhraði bifreiða mældist frá 105-109 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

Ökuhraði bifreiðar mældur á 115 þar sem hámarkshraði er 90.
Þrír ökumenn handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hefðbundið ferli og þeir lausir að blóðsýnatöku lokinni.
Tilkynnt um innbrot og eignaspjöll. Lögregla fer á vettvang og rannsakar málið.
Tilkynnt um nakinn einstakling að veitast að bifreiðum. Lögregla fer á vettvang og tryggir ástand, aðilinn augljóslega undir áhrifum og hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing