Auglýsing

Lögreglan í Þýskalandi skaut vopnaðan mann til bana – Virðist hafa ætlað að ráðast á Ísraelska sendiráðið

Lögreglan í Munich í Þýskalandi skaut 18 ára karlmann til bana eftir að hann hóf skothríð á lögregluna.

Lögregla sá manninn á gangi með skotvopn og þegar þeir kölluðu til hans hóf hann skothríð á lögregluna.

Atvikið átti sér stað nálægt ísraelska sendiráðinu sem var lokað vegna minningathafnar um árásina sem átti sér stað í Ólympíuleikunum í Munich 1972 en í henni létust 11 ísraelskir íþróttamenn og lögreglumaður.

Maðurinn sem var skotinn af lögreglu var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli en enginn annar meiddist í árásinni.

Ekki er hægt að staðfesta hvort árásin tengist með beinum hætti því að þetta sé sami dagur og árásin 1972 átti sér stað en þó leikur grunur á að svo sé.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing