Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola, þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Það verður því óbreytt verklag hvað þessi mál varðar á hátíðinni í ár.
Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2017. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar, fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.
Verklagið hefur verið harðlega gagnrýnt á hverju ári en Guðrún Jónsdóttir, fyrverandi talskona Stígamóta, sagði í kjölfar frétta um málið á síðasta ári að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. „Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar,“ sagði Guðrún.
Nútíminn gerði Örskýringu um málið í fyrra sem má lesa hér að neðan.
Örskýring: Lögreglan í Eyjum upplýsir fjölmiðla ekki um kynferðisbrot á Þjóðhátíð