Auglýsing

Lögreglan leitar að vitnum að banaslysinu: „Framkoma sumra í nótt var dapurleg“

Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt, en þar var fólksbifreið ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs. Tilkynning um slysið barst tíu mínútum eftir miðnætti og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, en því miður var vegfarandinn látinn er að var komið.

Lokað var fyrir umferð um vettvanginn á meðan unnið var að rannsókn málsins, líkt og venjan er þegar svo alvarlegt slys hefur átt sér stað, og mætti það litlum skilningi annarra vegfaranda. Lögreglumenn eru ýmsu vanir í þeim efnum, en framkoma sumra í nótt var dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, eru beðin um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing