Eins og fjölmiðlar greindu frá í morgun handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nakinn mann í Kópavogi í gærkvöldi. Vísir.is birti upptöku af handtökunni lögreglan beitti kylfum og piparúða til að yfirbuga manninn.
Töluverð umræða hefur skapast um handtökuna og vilja margir meina að aðferðir lögreglu hafi verið of harkalegar. Einn þeirra, Ísak Hinriksson spurðu lögregluna út í málið á Twitter. „Góðan dag, @logreglan. Er þetta ekki aðeins of mikið?“ skrifaði Ísak.
Fyrstu svör lögreglunnar voru að óska eftir hugmyndum um hvernig bæst væri að stöðva trylltan mann. Í kjölfarið benti Ísak á að hægt hefði verið að handtaka manninn án þess að berja hann ítrekað með kylfum.
Lögreglan brást við með því að benda á að starfsmenn hennar stæðu frammi fyrir gífurlegar erfiðu ákvörðunum. „Það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt,“ skrifaði lögreglan á Twitter.
Samskiptin má sjá í heild sinni með því að ýta á hlekkinn hér að neðan
Góðan dag, @logreglan
Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a— Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018