Auglýsing

Lögreglan telur að lík Birnu Brjánsdóttur hafi fundist í fjörunni við Selvogsvita

Björgunvarsveitarmenn fundu í dag lík í fjörunni við Selvogsvita. Talið er að um Birnu Brjánsdóttur sé að ræða. Unnið er að því að staðfesta auðkennið. Að svo stöddu er ekki hægt að segja til um dánarörsök hennar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðaði til vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu.

Á blaðamannafundinum kemur fram að lögreglan telji yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.

Fréttin verður uppfærð.

Ferill málsins

  • Síðast sást til Birnu á öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5.25 aðfaranótt laugardags 14. janúar. Lýst var eftir Birnu daginn eftir, sunnudaginn 15. janúar.
  • Mánudaginn 16. janúar lýsti lögregla eftir rauðum Kia Rio sem sást á öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Um kvöldið fundust skór Birnu á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar.
  • Þriðjudaginn 17. janúar var grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem var á leið frá Íslandi til Grænlands, snúið við og stefnt til Hafnarfjarðarhafnar á ný. Lögregla hafði tengt skipverja á togaranum við málið. Sama dag lagði lögreglan hald á rauðan Ria Kio.
  • Miðvikudaginn 18. janúar handtóku sérsveitarmenn þrjá skipverja á Polar Nanoq um borð í skipinu. Lögregla taldi að mennirnir gætu gefið upplýsingar um hvarf hennar. Þeir voru allir yfirheyrðir eftir að skipið kom til hafnar um kvöldið. Leitað var í skipinu um nóttina.
  • Fimmtudaginn 19. janúar voru tveir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa myrt Birnu. Fjórði skipverjinn var handtekinn eftir að mikið magn af hassi fundust um borð í Polar Nanoq.
  • Föstudaginn 20. janúar vildi lögregla ná tali af ökumanni hvítrar bifreiðar vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu. Greint var frá því að grænlensku sjómennirnir hefðu verið á svipuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma og Birna.
  • Laugardaginn 21. janúar leituðu tæplega sex hundruð björgunarsveitarmenn að Birnu á 2.500 ferkílómetra svæði á suðvesturhorni landsins. Leitin bar ekki árangur.
  • Sunnudaginn 22. janúar var leitinni haldið áfram. Lögreglan greindi frá því að lífssýni sem fannst í rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem annar skipverjanna hafði á leigu, væru úr Birnu.

Rannsókn á láti Birnu heldur áfram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing