Auglýsing

Lögreglan telur sig hafa fundið byssumennina: Dæmdir í lengra gæsluvarðhald

Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem eru grunaðir um að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð í Álfholti í Hafnarfirði á aðfangadag hefur verið framlengt um eina viku eða til fimmtudagsins 11. janúar. Mikill viðbúnaður lögreglu var á aðfangadag í Hafnafirði í kjölfar þess að henni var tilkynnt um skotárás í Álfholti og var sérsveitin og sjúkraflutingamenn einnig kallaðir út.

Nútíminn greindi fyrstur miðla frá málinu.

Nútíminn ræddi við íbúa í Álfholti sem sagðist sjaldan hafa séð jafn mikið af viðbragðsaðilum fyrir utan heimili sitt, hvað þá á aðfangadagskvöld. Það væri hægt að draga þá ályktun að mennirnir svifust einskis og því voru íbúarnir beðnir um að halda kyrru fyrir á meðan lögreglumenn gengu íbúð frá íbúð í leit að þeim.

„Þetta byrjaði rétt eftir ellefu í kvöld. Þá fóru sérsveitarmenn með hríðskotabyssur að ganga á milli húsa hérna. Við vissum ekki hvað væri að gerast en fengum svo þær upplýsingar núna rétt áðan að þarna hafi skotárás átt sér stað. Okkur var ráðlagt að halda kyrru fyrir inni í íbúðinni okkar,“ sagði íbúi í Álfholti sem ræddi við Nútímann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing