Auglýsing

Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani

Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani. Þetta hefur RÚV eftir Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stýrir rannsókn málsins.

Myndband: Þúsundir minntust Birnu í miðborg Reykjavíkur

Samkvæmt frétt RÚV vill hann þó ekki fara nánar út í það né upplýsa hvort talið sé að vopni hafi verið beitt eða ekki. Mennirnir hafa ekki verið yfirheyrðir síðan fyrir helgi en hópurinn sem rannsakar málið hittist í morgun og tók ákvörðun um hvort þeir yrðu yfirheyrðir í dag.

Enn er beðið eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum á munum sem lögreglan hefur lagt hald á. Þar á meðal eru munir úr grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þá greinir RÚV frá því að enn sé beðið eftir endanlegri krufningarskýrslu en Grímur segir að það sé jafnvel von á henni í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing