Auglýsing

Lögreglan þakkar fyrir sig

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu aðila sem aðstoðuðu við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Þetta kemur fram í færslu á vef lögreglunnar.

„Fagmennska og framlag þeirra allra er ómetanlegt, ekki síst björgunarsveitanna sem aldrei bregðast kallinu,“ segir í færslunni.

Sama gildir um Landhelgisgæsluna, tollyfirvöld og samstarfsfólk okkar hjá öðrum lögregluembættum. Þar má nefna embætti ríkislögreglustjóra og lögregluliðin á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lögreglan vill líka þakka fjölmiðlum, „sem gegndu mikilvægu hlutverki við að koma upplýsingum á framfæri,“ eins og segir í færslunni.

„Að síðustu vill lögreglan þakka sérstaklega almenningi, sem hefur sent okkar ótal ábendingar varðandi málið, og ennfremur forsvarsmönnum ýmissa einkafyrirtækja sem hafa veitt mikilvæga aðstoð.“

Loks vottar lögreglan fjölskyldu og vinum Birnu innlega samúð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing