Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vara nú við svikurum sem notast við íslensk símanúmer og er ætlað til þess að svíkja fé útúr grunlausu fólki.
Þó svo að símtölin séu oftast úr íslenskum númerum er töluð enska og ætti það strax að hringja viðvörunarbjöllum.
Sá sem hringt er í er sagt að hann eigi inneign í einhverskonar sjóði og er boðin aðstoð við að leysa hana út eða að hringjandinn segist eiga inneign í rafmynt (Bitcoin eða svipuðu) og vantar aðstoð við að leysa hana út gegn góðri þóknun.
Í flestum tilfellum er sagt að til þess að ofangreint sé hægt þurfi viðtakandi að setja upp forrit á símanum en þetta forrit gerir svikahrappnum kleift að taka yfir síma viðtakandans.
Ef slíkt gerist getur svikarinn gert allt sem viðtakandinn sjálfur getur gert í símanum og fær aðgang að öllum gögnum, svosem lykilorðum í heimabanka og samskiptamiðlum.
Lögreglan segir að ef þú færð slíkt símtal skaltu umsvifalaust skella á og ef engum leiðbeiningum er fylgt, þarf viðtakandi ekkert að óttast en ef viðtakandi hefur fylgt einhverjum leiðbeiningum er bent á að hafa strax samband við viðskiptabanka.