Auglýsing

Lögreglumaður sagði hælisleitendum að fara heim til sín: „Go home“

Á myndbandi sem Stundin birti í dag frá mótmælum má virðist heyrast í lögreglumanni hrópa orðin „go home“ eða farðu heim að hælisleitendum sem mótmæltu bágum kjörum á Austurvelli. Myndbandið má sjá á vef Stundarinnar.

Þar kemur fram að maðurinn hafi lýst furðu sinni þegar blaðamaður Stundarinnar hafi spurt hann um málið. Hann velti því fyrir sér hvort hann sé að segja eitthvað annað.

„Þessi tvö orð lýsa nefnilega alls ekki skoðun minni á hælisleitendum og innflytjendamálum. Þarna var ég í basli með að fá mótmælendurna til að halda sig á grasinu. „You just need to go somewhere else,“ segi ég þarna rétt á undan, sem í þessu samhengi er ekki á stéttinni. Ég er ekki að segja honum að fara til síns heimalands,“ segir lögreglumaðurinn í samtali við Stundina.

Lögreglan sætti nokkurri gagnrýni eftir mótmælin en margir voru á því að lögreglan hefði beitt full mikilli hörku í garð mótmælenda. Til dæmis notaði lögreglan piparúða í fyrsta skipti síðan í búsháaldarbyltingunni árið 2009.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing