Auglýsing

Lögreglumaður ákærður fyrir spillingu, vildi hálfa milljón og tvo flugmiða með WOW-air

Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi um síðustu áramót, sakaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hefur verið ákærður fyrir margvísleg brot í starfi.

Þetta kemur fram í frétt RÚV en mbl.is greindi fyrst frá.

Hann er sagður hafa veitt brotamanni upplýsingar um innra starf fíkniefnadeildarinnar og mál sem vörðuðu brotamanninn sjálfan.

Tveir menn eru ákærðir með lögreglumanninum; brotamaðurinn, fyrir margvísleg brot og þriðji maðurinn fyrir að lofa lögreglumanninum hálfri milljón króna gegn upplýsingum, sem verður ekki séð að tengist fíkniefnamálum.

Lögreglumaðurinn er einnig ákærður fyrir brot í opinberu starfi, með því að hafa geymt í skrifborðsskúffu á lögreglustöðinni, amfetamín, stera og tvær loftskammbyssur. Hann hafi fengið efnin afhent í starfi sínu sem lögreglumaður en gat aftur á móti ekki útskýrt af hverju byssurnar voru í skúffunni eða hvaðan þær komu. Hér er maðurinn sakaður um  stórfellda og ítrekaða vanrækslu.

Lögreglumaðurinn er einnig ákærður fyrir spillingu, í félagi við þriðja manninn sem starfar sem framkvæmdastjóri fyrirtækis hér á landi. Lét lögreglumaðurinn hinn mann­inn lofa sér 500 þúsund króna pen­inga­greiðslu og tveim­ur flug­miðum með WOW-air gegn því að lög­reglumaður­inn út­vegaði skýrsl­una „Slita­stjórn Kaupþings banka hf. „Proj­ect Stay­ing Ali­ve“ Sept­em­ber 2010. Strictly con­fi­dential,“ sem PriceWater­Hou­seCoo­pers gerði um Kaupþing banka.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing