Auglýsing

Talinn hafa lekið upplýsingum um fíknó í nokkur ár og þegið greiðslur fyrir

Lögreglumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um misferli í starfi er grunaður um að hafa um nokkurra ára skeið lekið upplýsingum út úr fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel þegið greiðslur fyrir. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Fíkniefnadeild lögreglunnar boðin áfallahjálp, reynd lögga situr í gæsluvarðhaldi

Vísir greindi frá því í gær að lögreglumaðurinn hafi starfað hjá fíkniefnadeildinni í meira en áratug og að samstarfsfólk hans væri í áfalli.

Samkvæmt RÚV hefur orðrómur um misferlu lögreglumannsins verið á kreiki um nokkurra ára skeið og hafa grunaðir sakamenn til að mynda nefnt þetta við skýrslutökur hjá lögreglu.

Ríkissaksóknari fékk tilkynningu um málið í desember og hófst þá rannsókn. Gæsluvarðhaldið yfir lögreglumanninum rennur út á morgun. Annar maður var handtekinn í tengslum við rannsóknina í gær. Hann er grunaður um að vera vitorðsmaður lögreglumannsins.

Samkvæmt RÚV er talið að einn ákveðinn hópur manna í undirheimum hafi haft hag af upplýsingunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing