Auglýsing

Lokka H&M á Hörpureitinn: Sænski fatarisinn gæti loksins verið á leiðinni til landsins

Fasteignafélagið Reginn kynna nú verslunarrýmið sem fyrirhugað er á Hörpureitnum fyrir heimsþekktum vörumerkjum. Á meðal þessara vörumerkja er sænski fatarisinn H&M. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Sjá einnig: H&M ekki að opna á Íslandi í desember: Þúsundir láta glepjast af Facebook-síðu

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri félagsins, hef­ur mikla trú á því að versl­un­ar­rýmið sem fyr­ir­hugað er á Hörpureitn­um muni draga öfl­ug alþjóðleg versl­un­ar­fyr­ir­tæki til lands­ins.

Hann segir í samtali við Morgunblaðið að Reginn ætli að laða heimsþekkt vörumerki inn í þessi rými. „Við erum þó að sjálf­sögðu í sam­tali við marga stóra aðila og höf­um raun­ar verið að skanna all­an markaðinn,“ segir hann.

Ráðgjaf­ar okk­ar eru farn­ir að kynna mögu­leik­ana sem liggja þarna. Það gera þeir á sýn­ing­um víða um heim­inn og meðal þeirra aðila sem þeir munu ræða við er að sjálf­sögðu H&M, sem þeir hafa ein­mitt starfað tölu­vert með á síðustu árum.

Smáralind er einnig í eigu Reg­ins og til stendur að tengja starf­semi, rekst­ur og markaðsstarf Smáralind­ar við þessa nýju verslunarmiðstöð sem rís á svæðinu. Verslanir opna á reitnum vorið 2017, ef áætlanir fasteignafélagsins ganga eftir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing