Fasteignafélagið Reginn kynna nú verslunarrýmið sem fyrirhugað er á Hörpureitnum fyrir heimsþekktum vörumerkjum. Á meðal þessara vörumerkja er sænski fatarisinn H&M. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.
Sjá einnig: H&M ekki að opna á Íslandi í desember: Þúsundir láta glepjast af Facebook-síðu
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri félagsins, hefur mikla trú á því að verslunarrýmið sem fyrirhugað er á Hörpureitnum muni draga öflug alþjóðleg verslunarfyrirtæki til landsins.
Hann segir í samtali við Morgunblaðið að Reginn ætli að laða heimsþekkt vörumerki inn í þessi rými. „Við erum þó að sjálfsögðu í samtali við marga stóra aðila og höfum raunar verið að skanna allan markaðinn,“ segir hann.
Ráðgjafar okkar eru farnir að kynna möguleikana sem liggja þarna. Það gera þeir á sýningum víða um heiminn og meðal þeirra aðila sem þeir munu ræða við er að sjálfsögðu H&M, sem þeir hafa einmitt starfað töluvert með á síðustu árum.
Smáralind er einnig í eigu Regins og til stendur að tengja starfsemi, rekstur og markaðsstarf Smáralindar við þessa nýju verslunarmiðstöð sem rís á svæðinu. Verslanir opna á reitnum vorið 2017, ef áætlanir fasteignafélagsins ganga eftir.