Auglýsing

Maður fékk aðsvif í kvikmyndahúsi í Reykjavík eftir að hafa horft á atriði þar sem kona fæddi barn

Upp úr klukkan níu í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs í kvikmyndahúsi í miðbænum eftir að maður hafði fengið aðsvif. Þegar lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang hafði maðurinn jafnað sig að mestu en ástæða þess að maðurinn hneig niður var sú að í myndinni sem hann sótti var kona að fæða barn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þar segir einnig frá því að klukkan þrjú í nótt var maður handtekinn við Hafnarstræti, grunaður um líkamsárás. Hann er grunaður um að hafa hent glasi í höfuð manns í tvígang. Í fyrra skiptið brotnaði glasið ekki en brotnaði svo í seinna skiptið. Ekki er vitað um líðan brotaþola sem fékk sár á höfuðið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing