Fjórir menn voru handteknir í nótt og grunaðir um hnífstunguárás. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árásina þar sem gert var að sárum hans. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, í samtali við Vísi.is.
Yfirheyrslur yfir mönnunum, sem allir eru af erlendu bergi brotnir, hefjast í dag en áverkar fórnarlambsins eru ekki taldir lífshættulegir.