Karlmaður er í haldi lögreglunnar eftir að hafa ráðist á annan mann í Eyjabakka í Breiðholti í Reykjavík í nótt. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðsstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að sá sem fyrir árásinni varð hafi skorist á handlegg og þurft á aðgerð að halda. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Þar kemur einnig fram að mennirnir tveir þekkist og árásin hafi verið framin á bílastæði. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður í dag en lögreglan hefur ekki haft afskipti af honum áður.