Maður, kona og barn sem lentu í höfninni á Árskógssandi síðdegis í gær hafa verið úrskurðuð látin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Fólkið náðist út úr bílnum og var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem þau voru úrskurðuð látin.
Að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglunnar er ekki grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað en málið er í rannsókn.
Fréttatilkynning frá Lögreglunni á Norðurlandi eystraUmferðarslysUppfært kl. 22:10Aðilarnir þrír, maður, kona og…
Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Föstudagur, 3. nóvember 2017