Maðurinn sem hefur vakið gífurlega athygli fyrir atvikið með uppþvottaburstann á Keflavíkuflugvelli í gær er fundinn. Tyrkir eru afar reiðir vegna atviksins og hafa látið óánægju sína bitna á íslensku fjölmiðlafólki á samfélagsmiðlum. Á vef Fótbolta.net er greint frá því að maðurinn sem grínaðist með burstann sé frá Belgíu.
Sjá einnig: Bjarni Ben tjáir sig um uppþvottaburstamálið: „Dálítið fyndið en ekki móðgun“
Sjá einnig: Örskýring: Hvers vegna eru Tyrkir brjálaðir út af uppþvottabursta?
Tyrkneskir fjölmiðlar fundu manninn og greindu frá ásamt því að birta Facebook síðu hans. Á fótbolta.net kemur fram að Fanatik, sem er eitt vinsælasta íþróttadagblaðið í Tyrklandi, segi að maðurinn, sem heitir Corentin Siamang, hafi viðurkennt verknaðinn á samfélagsmiðlum. Hann hafi síðan eytt færslunni.
https://twitter.com/KramponSport/status/1138061520246644736