Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að mæla með því að aðildarríki hætti að flýta og seinka klukkunni um klukkustund á vorin og haustin. Netkönnun sem sambandið lét framkvæma í sumar sýndi að 84 prósent þátttakenda vilji afnema tímabreytinguna.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórar ESB, sagði milljónir Evrópubúa vilja afnema tímabreytinguna og því muni sambandið mælast til þess að sumartíminn verði ríkjandi allan ársins hring.
Tillagan þarf þó stuðning frá öllum aðildaríkjum ESB, sem eru 28 talsins, til þess að hún verði að lögum.
Málið verður rætt á fundi framkvæmdastjórnarinnar í dag.