Auglýsing

Maggi Peran fór í aðgerð og er nú 23 kílóum léttari: „Fyrsta ástin í lífinu voru unnar kjötvörur“

Magnús Guðmundsson eða Maggi Peran eins og hann kallar sig viðurkenndi ást sína á unnum kjötvörum og hitaeiningaríku sætmeti og fór til læknis. Eftir eitt viðtal ákvað hann að fara í aðgerð sem kallast magaermi og nú tæpum 2 mánuðum síðar hefur hann lést um 23 kíló og fer minnkandi.

Maggi segir í samtali við Nútímann að hann hafi verið mjög ungur þegar hann hóf baráttuna við aukakílóin. „Ég hef verið feitur frá því að ég man eftir mér,“ segir Maggi.

Ég var fljótt dottinn í kexkassann og sætindin og fyrsta ástin í lífinu voru unnar kjötvörur. Kæfa, malakoff, kjötbúðingur, beikon og bjúga var það sem ég lifði fyrir

Maggi segist hafa prófað alla kúra og megranir en og strax í grunnskóla var hann byrjaður að reyna. „ Ég man að ég var sendur í megrun af skólahjúkrunarfræðingnum í Fellaskóla ásamt félaga mínum en í henni fólst hreyfing og hollt mataræði. Við áttum að fara í göngutúra og það gerðum við. Við nestuðum okkur upp með fransbrauðssamlokum með hnetusmjöri og sultu. Löbbuðum úr Fellahverfinu upp í Hólagarð þar sem við stálum nammi og tyggjó og fórum með góssið niður í Elliðaárdal. Átum þar nestið og þýfið og vorum svo ekkert að skilja árangursleysið í megrunarkúrnum,“ segir Maggi.

Það var svo í ágúst á þessu ári sem Maggi játaði sig sigraðann. „Ég viðurkenndi ást mína á unnum kjötvörum og hitaeiningaríku sætmeti og fór til læknis sem heitir Auðun Sigurðsson en hann sérhæfir sig í aðgerðum til að hjálpa feitu fólki.“

Aðgerðin tókst ljómandi vel og Maggi er byrjaður að rífa af sér kíló. „Ég fór undir hnífinn 9. september síðastliðinn og núna tæpum 2 mánuðum síðar hef ég lést um 23 kíló og fer minnkandi. Markmiðið er að komast undir 100 kílóin,“ segir Maggi að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing