Magnús Einþór Áskelssson, þroskaþjálfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja uppgötvaði það í gær að hann væri skráður í samband á Facebook. Honum brá mikið við þær fréttir enda hefur hann verið einhleypur í fjögur ár. Magnús sagði frá atvikinu á Twitter og taldi sig loksins vera búinn að finna skýringuna á því að ekkert hefði gengið í leit að maka.
Það var barþjónn á kaffihúsi sem Magnús sækir reglulega sem benti honum á það í gær að hann væri ekki skráður einhleypur á Facebook.
„Ég var á kaffihúsi í Keflavík í gær þegar barþjónn spyr mig hvort ég og vinkona mín sem kemur með mér séum par og ég kem algerlega af fjöllum. Hann bendir mér þá á að ég sé skráður í samband á Facebook,“ segir Magnús í samtali við Nútímann.
Fokk búinn að vera single í 4 ár og var bara að taka eftir þessu á facebookinu mínu…ekki von að ekkert hafi gengið!!!! pic.twitter.com/uYD0QXff0l
— Maggi Tóka (@MaggiToka) September 11, 2017
Magnús var fljótur að bregðast við og hefur nú skráð sig einhleypann á Facebook. Hann segist vongóður um að nú fari hlutirnir að ganga betur í kvennamálum. „Nú hlýtur að rigna inn uppsöfnuðum pókum frá kvenþjóðinni,“ segir Magnús.