Auglýsing

Magnús Scheving á ráðstefnu Gunnars Braga

Athafnamaðurinn Magnús Scheving var viðstaddur Barbershop-ráðstefnuna sem hófst í New York í gær. Mismunun og ofbeldi gegn konum verður þungamiðja ráðstefnunnar sem Ísland og Súrínam halda á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Magnús tók þátt í vinnuhópi sem ræddi meðal annars karlmenn og karlmennsku. Gestir ráðstefnunnar koma frá aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og hafa erlendir fjölmiðlar sýnt ráðstefnunni mikinn áhuga og fjölmargir þekktir fyrirlesarar koma fram eða ávarpa hana.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra bindur miklar vonir við árangur ráðstefnunnar sem stuðning við jafnréttisbaráttuna.

„Ræðið þetta, ræðið þetta við syni ykkar, ræðið þetta í karlaklúbbunum þar sem þið eruð á rakarastofunni eða í búningsherberginu, breytum staðalímyndunum sem eru gjarnan hjá karlmönnum, vonandi smitast þetta svo út til höfuðborganna og út til landanna þaðan sem þessir fulltrúar koma frá og verður til þess að vekja athygli á þessu máli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um ráðstefnuna í frétt RÚV.

Þegar fyrstu fréttir bárust af ráðstefnunni vakti mikla athygli að aðeins körlum var boðið. Það var byggt á misskilningi og eins og sést Twitter-síðu Barbershop þá taka konur einnig þátt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing