Auglýsing

Málverk af Sturlu Böðvars afhjúpað á Alþingi

Þetta er semsagt hefð.

Málverk af Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi forseta Alþingis, var afhjúpað í Alþingishúsinu í dag. Viðstaddir voru Einar K. Guðfinnsson,  forseti Alþingis, alþingismenn, fjölskylda Sturlu, fyrrverandi samþingsmönnum og fleiri gestum.

Baltasar Samper listmálari málaði myndina og hefur henni verið komið fyrir í efrideildarsal.

Sturla Böðvarsson var forseti Alþingis 2007–2009. Hann sat á Alþingi í 18 ár, frá maí 1991 til vors 2009. Hann var einn af varaforsetum þingsins á árunum 1991–1999.

Sturla hafði áður setið nokkur skipti á Alþingi sem varamaður en sem slíkur settist hann fyrst á þing í febrúar 1984. Sturla gegndi embætti samgönguráðherra 1999–2007.

Þingfundir hefjast á Alþingi eftir jólafrí í næstu viku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing