Þóra Sif Guðmundsdóttir, nemi í bókmenntafræði sagði frá því á Twitter í gær að móður hennar hefði borist dularfull póstsending frá Asíu. Pakkinn innihélt svokallaðann „Nipple corrector“ sem ætlað er að móta og stækka geirvörtu. Þóra segir sendinguna bæði fyndna og dularfulla.
Mamma mín (63 ára) fékk bréf sem sagði að hún ætti pakka á pósthúsinu, hún kannaðist nú ekki við að hafa verið að panta neitt en fór þó og náði í pakkann.
Í pakkanum var þessi agnarsmáa brjóstapumpa (iPhone 7 for scale).
Þetta er jafn fyndið og þetta er dularfullt… pic.twitter.com/EN7nNkBJ7E
— Þóra Sif Guðmunds ? (@thorasifg) January 21, 2018
Hún segir að þær mæðgur hafi skemmt sér mikið yfir pakkanum sem skilur eftir sig margar spurningar. „Við skiljum ekkert í þessu, mamma var ekki að búast við neinni sendingu, hvað þá þessu“ segir Þóra í samtali við Nútímann.
Þóra segir að þrátt fyrir að pumpan sé lítil sé mikill kraftur í henni. „Ég prófaði þetta á handlegginn á mér og þetta allavega saug ágætlega. Sumir eru með innfallnar geirvörtur og þetta er til að „leiðrétta“ þær og ná þeim út. Mögulega hentugt fyrir manneskju sem er að fara að vera með barn á brjósti,“ segir Þóra sem reiknar með að tækið endi inn í skáp.