Auglýsing

Manchester-borg á suðupunkti vegna lögregluofbeldis: Mótmælendur loka götum og sporvagnakerfi

Hundruð mótmælenda hafa lokað vegum og aðgengi að sporvögnum í Manchester til að mótmæla meðferð á manni sem varð fyrir ofbeldi af hendi lögreglumanns. Umræddur lögreglumaður sást á myndskeiði sparka í höfuðið á manni við handtöku.

Fjöldinn safnaðist saman á torgi St. Peter’s og marseraði í átt að ráðhúsinu í miðborginni, þar sem fólk krafðist þess að lögreglumennirnir sem tóku þátt í atvikinu yrðu reknir. Héldu mótmælendur á skiltum þar sem mátti meðal annars lesa: „Ekkert réttlæti, engin friður.“ DailyMail fjallar ítarlega um málið.

Mótmælin hófust við lögreglustöðina

Mótmælin hófust fyrir utan lögreglustöðina í Rochdale á miðvikudagskvöld þegar myndskeið af handtöku Fahir og Amaad Khan á Manchester-flugvelli var deilt á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu sést Fahir, 19 ára, þar sem hann liggur í gólfinu en á meðan er sparkað í andlit og stappað á höfði hans af lögreglumanni, áður en hann og bróðir hans voru dregnir burt í kjölfar átaka þar sem lögreglumenn slösuðust, þar á meðal ein lögreglukona sem nefbrotnaði. Lögreglan í Manchester hefur síðan þá skikkað einn lögreglumanninn í launalaust frí og eftirlit með störfum lögreglu í borginni (IOPC) er að rannsaka málið eftir að hafa fengið fjölda tilkynninga.

Fyrr í dag fullyrti lögfræðingur bræðranna, Akhmad Yakoob, að Fahir hefði verið greindur með blöðru á heila á sjúkrahúsi eftir að hafa fundið fyrir vanlíðan daginn eftir handtökuna. Þetta hefur ekki verið staðfest og ekki hefur verið greint frá orsök blöðrunnar, sem er vökvauppsöfnun í heila sem getur stafað af meiðslum, sýkingum og öðrum sjúkdómum.

Mynd: DailyMail

Segja lögregluna rasíska

Á miðvikudagskvöld voru mótmæli gegn meðferð bræðranna fyrir utan lögreglustöðina í Rochdale, og þau halda áfram í kvöld með mótmælendum sem marsera um götur Manchester. Mótmælin, sem samtökin Stand Up To Racism tóku skipulögðu, kalla eftir því að lögreglumennirnir sem voru á staðnum þegar að minnsta kosti einn þeirra réðist á téða bræður, yrðu reknir.

Hróp og köll á borð við „Við viljum þá rekna“, „Ekkert réttlæti, engin friður, engin kynþáttalögregla“ og „Hvað viljum við? Réttlæti! Hvenær viljum við það? Núna!“ heyrðust á meðal mótmælenda. Margir á mótmælunum héldu á skiltum með áletrunum eins og „GMP er rasísk“, „Berjumst gegn lögreglu rasisma“ og „Black Lives Matter“. Sumir báru einnig þjóðfána með áletrunum eins og „Ekkert réttlæti, engin friður“.

Mynd: DailyMail

Ganga í átt að skrifstofu borgarstjóra

Einn mótmælandinn var með skilti sem á stóð: „Þjónusta og verndun þýðir að GMP mun stappa á höfðum.“ Mótmælin hafa valdið óreiðu í miðborg Manchester þar sem fjöldi vega hefur verið lokað auk þess sem mótmælendur hafa reynt að stöðva sporvagnakerfi borgarinnar með því að setjast á teina þess.

Þegar þetta er skrifað voru mótmælendur á leið í átt að skrifstofu Andy Burnham, borgarstjóra Manchester. Burnham sagði fyrr um daginn að ekki væri öll kurl komin til grafar í umræddu atviki þar sem lögreglumaðurinn sést ráðast á annan bræðranna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing