Þorkell Máni Pétursson eða Máni í Harmageddon eins og hann er jafnan kallaður er með stóran munn og það hefur oft afleyðingar. Máni lofaði því í október síðastliðnum að dansa á nærbuxunum uppi á sviði á næstu tónleikum hljómveitarinnar FM Belfast ef svo færi að Vinsti Grænir færu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Í dag verður ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna kynnt og Máni segist ætla að standa við stóru orðin.
Hljómsveitin endurbirti tíst Mána í morgun og minnti hann á loforðið. Hljómsveitin spilar á tónleikum í Bern í Swiss í kvöld og bauð honum að sjálfsögðu að mæta á sviðið í kvöld.
Jæja @Manipeturs Næsta gigg er í kvöld í Bern og það er laus koja í rútunni. pic.twitter.com/i1FlYfyWci
— FM Belfast (@fmbelfast) November 30, 2017
Þó svo að Máni muni væntanlega ekki stíga á stokk í kvöld þá segist hann í svari til hljómsveitarinnar vera maður orða sinna. „Ætli ég verði ekki að standa við orð mín. Get ekki verið þekktur fyrir annað,“ skrifar Máni.
Ég er i loftinu og næ ekki flugi. En ætli ég verði ekki að standa við orð min. Get ekki verið þekktur fyrir annað.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 30, 2017
Við gerum ráð fyrir því að þessir tónleikar verði auglýstir sérstaklega.