Auglýsing

Máni fór í meðferð eftir að hafa klúðrað vinnu í kexverksmiðju

Á þessum árum gat ég klúðrað öllu. Ég meira að segja klúðraði því að vinna í kexverksmiðju eftir að mér var vikið úr skólanum. Þá fór ég í meðferð, 20 ára gamall. Ég fann hvað ég var með mikið andlegt mein og bilaður á mörgum sviðum. Síðan eru að verða 18 ár og ég hef aldrei stigið feilspor.

Þetta segir Þorkell Máni Pétursson, Máni í Harmageddon, í viðtali í Fréttatímanum í dag.

Máni talar af hispursleysi um vímuefnaneyslu yngri áranna í viðtalinu og segir meðal annars frá því þegar hann var rekinn úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. „FG er frábær menntastofnun. Ég var að vísu rekinn úr skólanum vegna lélegs námsárangurs og hegðunar en ég var í mikilli vímuefnaneyslu á þeim tíma.“

Máni segir að það hafi verið mikið áfall að vera rekinn úr skólanum:

Maður getur alltaf haft einhverjar hugmyndir um að gera eitthvað í lífinu en þeir gerast ekki af sjálfu sér. Maður getur setið inni í herbergi og reykt hass og hugsað um allskonar hluti sem maður ætlar að afreka í framtíðinni en það er algjör misskilningur að halda einhver sé að fara að banka upp á og segi: „Nú átt þú að meika það. Við vorum bara að spá í það og nú er komið að þér“. Lífið er ekkert Nígeríubréf. Ef þú ætlar að afreka eitthvað getur þú bara treyst á sjálfan þig og þú verður að standa upp og gera eitthvað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing