Nútíminn greindi frá því morgun KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að íslenska karlalandsliði í fótbolta yrði í tölvuleiknum FIFA 17. FIFA er vinsælasti fótboltaleikur heims og Geir sagði í samtali við Nútímann að tilboð tölvuleikarisans hefði ekki verið nógu hátt.
Sjá einnig: EA Sports vildi hafa Ísland í FIFA 17, bauð of lága upphæð að mati KSÍ
Fréttin hefur vakið gríðarlega athygli og á Twitter er allt brjálað. „Vita þeir ekki hvað þessi leikur er stór?“ spyrja sumir á meðan aðrir tala um „ævintýralegt markaðsklúður“.
Vísir greinir frá því að tilboðið hafi verið nálægt einni milljón króna. Ekki eru þó allir sammála um að KSÍ hefði átt að taka því og Máni á X977 segir gott hjá KSÍ að segja nei. „Þetta er bara spurning um sjálfsvirðingu.“
Nútíminn tók saman brot af umræðunni
Þó að EA Sports hefðu rukkað KSÍ fyrir að fá að vera í FIFA 17 hefði KSÍ átt að taka boðinu. Vita þeir ekki hvað þessi leikur er stór?
— Einar Gudnason (@EinarGudna) September 20, 2016
Vá, þetta KSÍ FIFA17 dæmi er svo klikkað! Hvar endar græðgin?
— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) September 20, 2016
KSÍ átti að fagna því að fá bæði landsliðin í FIFA 17, jafnvel án endurgjalds. Kynningin ein þess virði. Sturluð ákvörðun.
— Kristján Atli (@kristjanatli) September 20, 2016
Þetta er ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður KSÍ. Skammtímagróði tekinn fram yfir langtíma. https://t.co/zN3i9iO7XN
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) September 20, 2016
EA: "Má bjóða ykkur upp á óbeina auglýsingu og kynningu á liðinu OG við borgum ykkur milljón?"
KSÍ: "Nei það er alltof lítill peningur!" ??— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) September 20, 2016
Gjörsamt grín hjá Geir /Ksí. Þetta er HUGE ókeypis auglýsing fyrir Ísland, landsliðið og Íslenska knattspyrnu. #EkkiMeirGeir
— Andrés Már Jónasson (@AndresMar90) September 20, 2016
Glórulaus ákvörðun hjá KSÍ að vera ekki með í Fifa 17. Til skammar í raun.
— Bjarni Helgason (@BjarniHelgason) September 20, 2016
Hjalti Þór Hreinsson bendir á að KSÍ hefði getað tekið tilboði EA Sports fyrir stuðningsfólk íslenska liðsins. Á Facebook-hefur fólk bent á vonbrigði barna sinna sem hefðu viljað spila FIFA með íslenska landsliðinu.
KSÍ hafði fínan séns á að gefa stuðningsmönnum til baka með sjálfsagðri ákvörðun að vera með í FIFA – óháð verði. Ótrúlegt dæmi.
— Hjalti Þór Hreinsson (@HjaltiHreinsson) September 20, 2016
En það er ekki allir á sama máli
Máni bætir við á Facebook-síðu sinni að tilboðið sýni „hverslags viðbjóðs fyrirtæki EA Sports er.“
„Þeim finnst samt allt í lagi að taka víkingaklappið en bjóða okkur svona eina fucking milljón,“ segir hann. „Til þess að setja þetta í samhengi er 1.000.000 ca 70 eintök keypt útúr búð af þessum leik. Finnst að við ættum að beina reiði okkar að þessu viðbjóðs fyrirtæki en ekki KSÍ.“
Buðu þeir eina milljón…. Gott hjá KSI að segja nei. Þetta er bara spurning um sjálfsvirðingu. Verum brjáluð út í easports.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) September 20, 2016
Örfáar vikur síðan fólk var að fagna því að KSÍ gæti nú farið að sækja sér stærri styrktarsamninga. Menn fljótir að skipta um skoðun ?
— Guðmundur Egill (@gudmegill) September 20, 2016