Auglýsing

Mannanafnanefnd ekki „Til í allt“ og hafnar millinafninu Dór

Mannanafnanefnd ákvað á fundi sínum þann 16. október að hafna millinafninu Dór. Í úrskurðinum sem lesa má í heild sinni hér kemur fram að millinafnið Dór hafi aðeins unnið sér hefð sem eiginnafn karla og sé skráð sem slíkt á mannanafnaskrá.

Sjá einnig: Mannanafnanefnd samþykkir millinafnið Rokk: „Það má sumsé heita Ari Rokk en því miður ekki Rokk Ari“

Erindið barst nefndinni 28. september og var eins og áður segir tekið fyrir um miðjan október. Á þessum sama fundi voru kvenmannsnöfnin Abel og Binna samþykkt sem og karlmannsnafnið Milli.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga þar sem lagt er til mannanafnanefnd verði lögð niður.

Friðrik Dór er samt „Til í allt“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing