Samfélagsmiðlastjarnan Manuela Ósk Harðardóttir, er alls ekki ánægð við þá fylgjendur sem fylgja henni á samfélagsmiðlinu Instagam án þess að „læka“ þær myndir sem hún birtir. Manuela greinir frá þessu á Instagram-sögu sinni í gær.
„Fylgjendur ættu ekki að vera bara fylgjendur heldur stuðningsmenn. Þegar ég rýni í tölurnar þá stemma þær ekki,“ segir Manuela og bætir við: „Þetta er svo shitty.“
Þá bendir Manuela á þá staðreynd að fyrir skemmstu birti hún mynd af sér sem fékk tæplega átta hundruð „læk,“ þrátt fyrir að tæplega 20 þúsund manns hafi skoðaða myndina.
Ósátt
Tölfræði myndarinnar
Myndin sem Manuela birti