Luke Perry var enn í fullu fjöri og að vinna af krafti þegar hann lést. Andlát hans kom öllum í opna skjöldu, þrátt fyrir að hafa fylgt í kjölfar alvarlegs heilablóðfalls sem hann fékk síðasta miðvikudag, og var mörgum mikið áfall.
Perry er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hjartaknúsarinn Dylan McKay í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210, sem voru sýndir á 10. áratug síðustu aldar, en nýlega hefur hann líka notið vinsælda fyrir hlutverk sitt sem faðir Archie Andrews í sjónvarpsþáttunum Riverdale, sem hófu göngu sína árið 2017. Nokkrir aðdáenda hans hafa sagt frá kynnum sínum af Perry á Twitter eftir að hann lést og BBC safnaði saman nokkrum góðum sögum. Hér eru tvær þeirra.
Deborah Muller var mikill aðdáandi Beverly Hills 90210 þegar hún var að alast upp og Dylan McKay var uppáhalds persónan hennar. Árið 1994, þegar hún var tvítug, rakst hún á hann við opnun á útibúi Planet Hollywood veitingahússins í Orlando.
Met Luke Perry when I was 20. I interrupted his dinner & he kindly took a pic w/ me. One of the most humble & kind people I’ve ever met. Blessed to have had that chance. I’m heartbroken he is gone way too soon. #LukePerry #90210 #RIPLukePerry pic.twitter.com/5adokyCJz0
— Deborah Muller RDH (@Deb72) March 4, 2019
„Ég var svo feimin,“ segir hún í samtali við BBC. „Hann var að borða og ég vildi ekki trufla hann.“ Deborah safnaði loks kjarki til að tala við hann og minnist þess að hann hafi verið sérlega kurteis og vingjarnlegur og hafi tekið auka myndir með henni til öryggis, ef þau skyldu hafa verið með lokuð augu á fyrstu myndinni.
„Hann var svo hógvær og vinsamlegur og indæll við alla sem hann hitti þetta kvöld,“ segir Deborah. Hún segist ekki gera lýst sorginni sem hún finni til eftir að hafa heyrt af andláti hans.
Annar Twitter-notandi, Jennifer Quirino, rifjaði upp þegar hún hitti Perry árið 1997. Mamma hennar vakti hana og þær drifu sig í næstu K-mart verslun, þar sem áætlað var að Perry myndi láta sjá sig. Eftir meira en klukkustundar bið hitti hún svo goðið sitt, vopnuð möppu með útklipptum myndum af honum sem hún vildi fá áritaða.
„Hjartað mitt stoppaði,“ sagði Jennifer. „Hann sá mig grátandi og hoppandi upp og niður og hann gekk til mín, faðmaði mig, þurrkaði burt tárið mitt og sagði „ekki gráta vinan, fólk verður bara hrætt við að koma í K-mart“.“
One of the happiest days of my life (yes I cried when I met Luke Perry) He was my first crush and always will be! #RIPLukePerry ?❤️ @LukePerryDaily @LukePerryNews @cw90210 pic.twitter.com/tU89MSbYTr
— ♜Jennifer Nichole (@DrummerJennifer) March 4, 2019
Luke Perry was one of the most genuine, kindhearted, and thoughtful actors I've ever had the chance to meet. When I last saw him at NYCC, he made sure to thank each reporter at my press table, saying how much he appreciated us being there. Just the nicest guy. I'll miss him. RIP. pic.twitter.com/NqjoZlz8TF
— Chris King (@ckinger13) March 4, 2019
Það er ljóst að Perry skilur eftir sig mjög stórt skarð og verður sárt saknað.